Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufundur f. foreldra-Gerum betur

18.03.2010
Fræðslufundur f. foreldra-Gerum betur

Fræðslufundur fyrir foreldra verður haldinn fimmtudaginn 18. mars í sal Hofsstaðaskóla kl. 19:30-22:00. Nýlegar rannsóknir sýna að of mörgum börnum líður ekki vel í skólanum. Við þurfum að kynna okkur málið og reyna að gera betur. Náðu þér í fróðleik og taktu þátt í að gera betur og stuðla að betri líðan barna okkar. Boðið verður uppá veitingar.  Dagskrá hér.

Veistu að nokkuð mörg börn eru vansæl í skólanum og mörg börn eru mikið ein
eftir skóla? Rannsóknir sýna að líðan nemenda, einkum á miðstigi
grunnskólans er ekki nægilega góð. Hvað kemur til? Þetta hljómar
einkennilega  í okkar samfélagi þar sem rúm 90 % íbúa finnst best að búa og
róma þjónustu bæjarfélagsins sem eina þá bestu á landinu, þar á meðal
grunnskólana.

Við vitum að það  er verið að gera vel á mörgum sviðum í skólunum en eflaust
má gera betur í mörgu. Við vitum að foreldrar eru önnum kafnir í sinni vinnu
og öðrum verkefnum sem þeir þurfa að sinna. Við vitum að börn þurfa umhyggju
og aðhald, væntumþykju og tíma frá þeim sem standa þeim næst.

Hverju þurfum við að breyta þannig að börnunum okkar líði betur í skólanum
sem og annars staðar og verði hamingjusamari? Svörin við þessum spurningum
ásamt upplýsingum um hver staðan er verða rædd á fundi í Hofsstaðaskóla þann
18. mars kl 19:30 - 22:00. Foreldrar eru hvattir til að láta sig málið varða
og mæta á enda er þessi fundur skipulagður af okkur foreldrum, sameiginlega
af öllum foreldrafélögunum í Garðabæ.

Foreldrar það erum við sem skiptum mestu máli í lífi barna okkar, við sem
uppalendur getum breytt stöðunni til hins betra. Við höfum gert það áður með
samstilltu átaki á unglingastiginu. Nú þarf samstillt átak foreldra og skóla
á yngri stigum ásamt áframhaldandi aðhaldi og samstarfi á unglingastiginu.
Gerum betur og tryggjum að börnunum okkar finnist líka best af öllu að búa í
Garðabæ. Þetta eru okkar börn og þetta skiptir máli.

Svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar

Til baka
English
Hafðu samband