Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábærir íþróttamenn í Hofsstaðaskóla

23.03.2010
Frábærir íþróttamenn í Hofsstaðaskóla

Davíð Bjarni Björnsson 6. H.K. varð nýlega þrefaldur Íslandsmeistari en hann sigraði í einliðaleik, tvíliðaleik (tveir saman)  og tvenndarleik (tvö saman). Hann keppir í svokölluðum hnokkaflokki, þ.e. undir 13 ára aldri. Hann æfir badminton með Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur.

Irma Gunnarsdóttir 6.ÓHG keppti um síðustu helgi á  Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fór fram í Laugardalshöll.  Irma varð í 2 sæti í langstökki, stökk 4,44 m. Hún varð í 3. sæti í kúluvarpi, kastaði 8,54 m. Loks varð Irma Íslandsmeistari í 60 m hlaupi og hljóp á 08,77 sek. Irma æfir og keppir fyrir Breiðablik.

Kristófer Ingi Kristinsson 5. A.M.H. keppti einnig á Meistaramóti Íslands 11-14 ára þar sem hann varð Íslandsmeistari í þremur greinum: 60 m hlaupi, hljóp á 08.82 sek. Í langstökki, stökk 4,24 m.og í 4 x 200 m boðhlaupi. Kristófer varð annar í hástökki, stökk 1,35 m. og fjórði í kúluvarpi með lengsta kast 9, 23 m. Loks varð hann fimmti í 800 m. Hlaupi. Kristófer æfir frjálsar íþróttir með FH.

Kári Þór Arnarson 7. BÓ æfir frjálsar með FH og keppti hann á Meistaramótinu með góðum árangri. FH varð í þriðja sæti í heildarstigafjölda á mótinu.

Við óskum þessum frábæru íþróttamönnum til hamingju með árangurinn og munum fylgjast með þeim í framtíðinni.

Til baka
English
Hafðu samband