Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gulur dagur

24.03.2010
Gulur dagur

Í Hofsstaðaskóla hafa gegnum tíðina skapast ýmsar hefðir. Ein þeirra er að síðasti kennsludagur fyrir páska er gulur dagur.
Föstudaginn 26. mars eru starfsmenn og nemendur hvattir til þess að mæta í einhverju gulu eða með eitthvað gult í skólann. Undanfarin ár hefur guli dagurinn verið glaðlegur og skemmtilegur dagur enda páskaleyfið handan við hornið.

Páskaleyfið hefst mánudaginn 29. mars og kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 6. apríl.

Stjórnendur og starfsmenn Hofsstaðaskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og endurnærandi leyfisdaga.

Til baka
English
Hafðu samband