Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skapandi vinna

24.03.2010
Skapandi vinna

Nemendur í 5. bekk í smíði eiga að vinna verkefni þar sem notast er við kubba sem falla til sem afgangsefni. Þeir fá það form á kubbinn sem þeir kjósa og eiga að búa til furðuverur, fígúrur eða annað sem þeim dettur í hug. Sumir búa til hendur, fætur, hár og tilheyrandi allt eftir hugmyndafluginu.

Umbrot í náttúrunni hefur hleypt ímyndunarafli nemenda af stað eins og sjá má á meðfylgjandi mynd með fréttinni. Þar er um að ræða skemmtilega veru sem táknar jörðina og eldrauða hárið táknar eldgosið sem nú stendur yfir í Eyjafjallajökli.

 

 

Hér eru sýnishorn af nokkrum lítríkum og skemmtilegum verum sem orðið hafa til í smíðatímum.

   

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband