Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

List og verkgreinar

09.04.2010
List og verkgreinar

Sköpunarkraftur nemenda Hofsstaðaskóla er mikill. Krakkarnir vinna mörg fjölbreytt og skemmtileg verkefni í list og verkgreinum og þar er oft líf og fjör. List og verkgreinakennarar stýra auk þess nemendahópum og veita aðstoð við skreytingar fyrir ýmsa atburði sem fara fram á vegum skólans s.s. þorrablót 6. bekkja, árshátíð 7. bekkja o.fl. 

Á göngum skólans má sjá mörg verkefnanna sem unnin hafa verið í list- og verkgreinatímum og á þemadögum í skólanum en nemendur taka flest verk sín heim og rata mörg í gjafapakkana t.d. um jól.
Hann Breki í 3. Á.S. stóð sig vel í textílmennt og prjónaði þennan flotta prjónabangsa sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Kíkið á nokkrar myndir úr myndmenntastofunni

Til baka
English
Hafðu samband