Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ

25.04.2010
Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ

Listadagar barna og ungmenna eru nú haldnir í fjórða sinn. Dagskráin fer að miklu leyti fram í skólunum en auk þess verða sýningar utan skólatíma t.d. listsýningar á Garðatorgi, íþróttamiðstöðinni og Ásgarði.
Í tilefni af listadögum verða tónleikar í miðrými Hofsstaðaskóla vikuna 26. - 30. apríl. Þá munu nemendur leika á hin ýmsu hljóðfæri fyrir gesti og gangandi. Hópar í myndmennt munu halda niður í fjöru og vatnslita ef veður leyfir, á þriðjudag verður opinn danstími hjá 1. bekk og nemendur í 7. bekk munu spreyta sig í hæfileikakeppni á árshátíð árgangsins á miðvikudag. Hægt er að nálgast dagskrá listadaganna hér og í atburðadagatali skólans.

Til baka
English
Hafðu samband