Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur - myndlistarhópur

29.04.2010

Farið verður í vatnslitaferð í fjöruna föstudaginn 30. apríl,  kl. 8.30.
Mikilvægt er að nemendur mæti á réttum tíma í kennslustund.
Þar sem veðrið getur verið alla vega þessa dagana þá er mjög mikilvægt að nemendur komi
KLÆDDIR EFTIR VEÐRI!
Gott er að nemendur verði búnir að fá sér góðan morgunverð.
Við förum í fjöruna við sjóinn (gangandi) á móti Arnarnesinu og þar ætlum við að gera vatnslitaverk og tilraunir með vatnsliti.
Gaman er að sem flestir komi og upplifi stemmninguna hjá krökkunum í þessari tilraun.

Til baka
English
Hafðu samband