Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenning fyrir hreinsunarstörf

17.05.2010
Viðurkenning fyrir hreinsunarstörf

Föstudaginn 7. maí tók Margrét Harðardóttir skólastjóri ásamt Rannveigu Evu Snorradóttur, umhverfisfulltrúa úr röðum nemenda, við viðurkenningingarskjali fyrir hönd skólans fyrir lofsvert framtak í hreinsunarátaki. Þrjár viðurkenningar voru veittar á lokahátið hreinsunarátaksins en auk Hofsstaðaðaskóla hlutu stúlkur úr fimleikadeild Stjörnunnar og íbúar í Garðahrauni viðurkenningu.

Hreinsunarátakið hófst formlega við Hofsstaðaskóla þegar nemendur í 2. B.St. og 6. Ö.M. ásamt bæjarstjóra, bæjarfulltrúum, nemendum úr FG og fleirum hófu að hreinsa svæðið meðfram Arnarneslæk. Nemendur í 2. og 6. bekk skólans létu ekki þar við sitja heldur luku þeir við að hreinsa meðfram Arnarneslæknum alveg niður að sjó. Nemendur í 4. bekk tóku einnig þátt og hreinsuðu trjábeðið meðfram Bæjarbrautinni á milli Akralands og Hæðarhverfis. 

Alls fengu 14 hópar styrki vegna þátttöku í átakinu.

Hér má nálgast myndir frá afhendingunni

Til baka
English
Hafðu samband