Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gói og Halli í heimsókn

31.05.2010
Gói og Halli í heimsókn

Það var spenna í andrúmsloftinu föstudaginn 28. maí þegar Guðjón Davíð Karlsson og Hallgrímur Ólafsson, oftast kallaðir Gói og Halli mættu í hús til að skemmta nemendum í eldri deild skólans. Það var Björk Ólafsdóttir kennari í 7. bekk sem fékk tengdason sinn Góa til að koma og hitta krakkana. Fyrr í vetur fór 7. bekkur að sjá Gauragang en þar fara bæði Gói og Halli á kostum.

Krakkarnir leyndu ekki ánægju sinni með heimsóknina enda fóru Gói og Halli á kostum, spjölluðu við nemendur, gerðu grín og fluttu lög úr Gauragangi. Að skemmtun lokinni gáfu þeir sér góðan tíma til að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp í myndatökur með nemendum.

Kærar þakkir fyrir heimsóknina.

Kíkið á myndir

 

 

Til baka
English
Hafðu samband