Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

02.06.2010
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 15. sinn, miðvikudaginn 1. júní, við athöfn sem hófst kl. 15:00 í Þjóðmenningarhúsi við Hverfisgötu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin.
Sædís Arndal kennari í smíðum og nýsköpun við Hofsstaðaskóla var tilnefnd til verðlaunanna af hálfu Foreldrafélags Hofsstaðaskóla. Sædís hefur af óbilandi bjartsýni hvatt nemendur til góðra verka í nýsköpun. Nemendur í skólanum hafa undanfarin ár tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) með góðum árangri.
Við í Hofsstaðaskóla erum stolt af starfi Sædísar og óskum henni hjartanlega til hamingju með tilnefninguna.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla júní 2010

Til baka
English
Hafðu samband