Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarhestar í Hofsstaðaskóla

31.08.2010
Lestrarhestar í Hofsstaðaskóla

Það leynast greinilega nokkuð margir lestrarhestar í skólanum okkar. Bókasafn Garðabæjar stóð í sumar fyrir sumarlestri líkt og fyrri ár. Mjög góð þátttaka var í sumarlestrinum en 167 börn skráðu sig í vor og 66 skiluðu inn lestrardagbók. Fjölmargir krakkar úr Hofsstaðaskóla tóku þátt og stóðu þeir sig mjög vel. Í frétt á vef bókasafnsins kemur fram að drengir tóku nú meiri þátt en áður í sumarlestrinum og skipuðu þeir sér í efstu sæti í nokkrum aldursflokkum. Flestir þátttakendur voru í aldurshópnum sjö, átta og níu ára.

Allir þátttakendur fengu afhent viðurkenningarskjöl. Mestu lestrarhestarnir í sumar voru Lovísa Rut Tjörvadóttir 13 ára sem las 12.409 blaðsíður og Hugrún Gréta Arnardóttir 9 ára sem las 10.500 blaðsíður. Þess má geta að Lovísa Rut var í 7. Ó.P. á síðasta skólaári.


Aðrir efstir í hverjum árgangi voru:
6 ára Sonja Lind  (er í 1. Á.S.)
7 ára Guðrún Ágústa  (er í 2. Á.K.)
7 ára Hákon Orri
8 ára Aron Goði
8 ára Zakaría
9 ára Jóhanna María
9 ára Magnús Gunnar (er í 4. H.S.)
10 ára Fjóla Ósk
11 ára Ipun Lahiru (er í 6. A.M.H.)
12 ára Ragnheiður

Við óskum krökkunum innilega til hamingju með frammistöðuna og hvetjum þau til að vera áfram jafn dugleg að lesa.

Til baka
English
Hafðu samband