Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenning etwinning verkefni

08.10.2010
Viðurkenning etwinning verkefni

Nemendur í 3. IS eru þátttakendur í eTwinning verkefninu Views of Children. Þeir hófu samstarf við vini sína í Frakklandi haustið 2009. Verkefnið hlaut nú í haust National Quality viðurkenningu frá landsskrifsstofunni, en þá viðurkenningu fá verkefni sem eru vel unnin, vel uppbyggð og skipulögð á vegum eTwinning. Með viðurkenningunni er staðfest að verkefnið hefur náð ákveðnum evrópskum staðli.

Ákveðið var að halda samstarfinu áfram skólaárið 2010-2011 og er vinnan hafin af fullum krafti. Föstudaginn 8. október barst krökkunum stór pakki frá frönsku vinunum. Í pakkanum voru minjagripir, veggspjöld, bæklingar, kort og sendibréf.
Mánudaginn 11. október verður raffundur (Flashmeeting) þar sem krökkunum gefst færi á að sjá hvert annað og spjalla saman.

Til baka
English
Hafðu samband