Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsadagur

26.10.2010
Bangsadagur

Miðvikudaginn 27. október höldum við sérstaklega upp á bangsadaginn á bókasafni skólans með nemendum í 1. og 2. bekk. Þeim er boðið að koma á safnið og hlusta á bangsasögu. Að sjálfsögðu eru allir bangsar velkomnir með.

Alþjóðlegur bangsadagur er haldinn hátíðlegur víða um heim þann 27. október.
Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore „Teddy“ Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, 27. október.
Roosevelt var mikill skotveiðimaður en dag einn á bjarnarveiðum fann hann svo til með litlum bjarnarhúni að hann sleppti honum lausum í stað þess að skjóta hann. Washington Post birti skopmynd af atvikinu sem vakti heimsathygli.
Búðareigandi í New York var einn þeirra sem heilluðust af sögunni og bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði „Bangsann hans Teddy“ en Roosevelt var gjarnan kallaður Teddy.
Bangsinn seldist eins og heitar lummur og brátt fóru leikfangabangsar að ganga undir nafninu „teddy“ í Bandaríkjunum.

Á þessari heimasíðu er hægt að finna margs konar bangsaefni http://safn.isafjordur.is/bangsar

Til baka
English
Hafðu samband