Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

18.11.2010
Dagur íslenskrar tungu

Þriðjudaginn 16. nóvember var dagskrá á sal í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hjá eldri nemendum voru atriði frá öllum árgöngum. Nemendur í 5. bekk lásu frumsamin ljóð, nokkrar stúlkur úr 6. bekk röppuðu ljóðin Móðurást og Buxur vesti brók og skór eftir Jónas Hallgrímsson og nemendur í 7. bekk kynntu skáldin Halldór Laxnes, Þórarin Eldjárn og Andra Snæ Magnason og fluttu verk eftir höfundana.

Hjá yngri nemendum sáu 3. bekkingar um dagskrána. Þeir hófu hana á tónlistaratriði, sögðu svo frá Jónasi Hallgrímssyni „listaskáldinu góða“ og lásu loks þjóðsöguna Selshamurinn eftir Jón Árnason. Dagskránni lauk með samsöng þar sem íslensk lög voru sungin undir stjórn Unnar tónmenntakennara.

Sjá myndir frá Degi íslenskrar tungu

Til baka
English
Hafðu samband