Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing foreldra

22.11.2010
Skólaþing foreldra

Boðar er til skólaþings í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 24. nóvember kl. 17:15-19:00. Á skólaþinginu verður unnið sameiginlega að því að tengja skólastarfið í Hofsstaðaskóla við nýútkomna skólastefnu Garðabæjar. Unnið verður í hópum með niðurstöður úr stöðumati foreldra, starfsmanna og nemenda sem lagt var fyrir í nóvember.

Á skólaþinginu gefst öllum tækifæri á að skoðunum sínum á framfæri og verður spennandi að sjá hvar styrkur okkar í Hofsstaðaskóla liggur og hvar og hvernig við getum bætt okkur, en það er einmitt verkefni skólaþingsins.

 

 

Nemendur Hofsstaðaskóla eru velkomnir með foreldrum sínum og geta þá foreldrar og börn unnið saman. Með þeim hætti fá raddir barnanna hljómgrunn og þau því virkir þátttakendur í mótun lýðræðislegs skólastarfs.


Vonumst til að sjá sem flesta á skólaþinginu.
Með bestu kveðju
Margrét Harðardóttir skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband