Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn slökkviliðsins í 3. bekk

29.11.2010
Heimsókn slökkviliðsins í 3. bekk

Í tilefni af eldvarnarviku heimsóttu nokkrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn nemendur í 3. bekk. Þeir fræddu nemendur um eldvarnir og hvöttu þá til varkárni í umgengni við eld. Í lok heimsóknar var farið út á skólalóð til að skoða sjúkra- og slökkviliðsbíl.
Nemendur fengu myndskreytta sögu um slökkviálfana Loga og Glóð. Einnig eru nemendur hvattir til að svara eldvarnargetraun og fá viðurkenningu frá slökkviliðsmönnunum fyrir það.

Skoða myndir frá heimsókninni

Til baka
English
Hafðu samband