Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólastemning

16.12.2010
Jólastemning

Miðvikudaginn 15. desember borðuðu nemendur og starfsmenn saman jólamat, hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Hátíðarblær var yfir öllum, en kveikt var á kertum og spiluð róleg jólatónlist. Þennan dag var líka rauður dagur í skólanum og margir skörtuðu af því tilefni jólasveinahúfum eða öðru jólalegu.  

Ánægjulegt er að geta þess að nokkrir nemendur í 7. bekk óskuðu eftir að fá að aðstoða í matsalnum. Þeir aðstoðuðu við skömmtun, dreifðu mandarínum, skáru kjötið fyrir yngri börnin og þrifu borð ásamt starfsfólkinu. Allir starfsmenn höfðu sérstaklega orð á því hversu vel þeir stóðu sig. Við þökkum þeim kærlega fyrir aðstoðina sem hér með er orðin að hefð í jólamatnum í Hofsstaðaskóla.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband