Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvalaverkefni

17.03.2011
Hvalaverkefni

Nemendur í 2. bekk hafa verið að læra um hvali. Þau hafa unnið ýmis skemmtileg verkefni og eitt af verkefnunum fólst t.d. í að bregða sér út fyrir og búa til risastóran hval í snjónum, Steypireyð sem var um 30 metrar á lengd. Krakkarnir hafa skoðað bækur og vefsíður um hvali, hlustað á hvalahljóð og búið til flottar kynningar sem m.a. hafa verið fluttar fyrir nemendur yngri deildar á sal og á bekkjarkvöldi.

Verkefnið hefur greinilega fangað hug barnanna mikið því einn nemandinn kom á bekkjarkvöld með flotta hvalaköku þar sem búið var að skera út hvalamömmu með börnin sín. En skoðið endilega myndir frá hvalaverkefnum nemenda á myndasíðum 2. bekkja.

Glæsileg hvalakaka

Til baka
English
Hafðu samband