Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkur á Árbæjarsafnið

30.03.2011
4. bekkur á Árbæjarsafnið

Nemendur í 4.bekk hafa undanfarið verið að læra um landið okkar Ísland og hvernig það var hérna áður fyrr. Námsefnið sem þau styðjast við heitir Ísland áður fyrr. Hluti af verkefninu er heimsókn á Árbæjarsafnið þar sem krökkunum gefst tækifæri til að fræðast um það hvernig lífið var í gamla daga. Ferðin er alltaf hin mesta skemmtun og krakkarnir eru fullir af áhuga, spyrja margs en vita að sjálfsögðu líka heilmikið. Komnar eru myndir á vefinn úr heimsókn 4. RJ. og 4. US.

Til baka
English
Hafðu samband