Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisvika

26.04.2011
Umhverfisvika

Dagur umhverfisins á Íslandi var mánudaginn 25. apríl. Af því tilefni var ákveðið að tileinka umhverfinu vikuna 26. - 29. apríl. Þessa vikuna taka allir nemendur skólans m.a. þátt í hreinsun á skólalóðinni sem og hreinsun lækjarins. Þeir skipta honum með sér og fara bekkirnir út tveir til þrír á hverjum degi og taka til hendinni.

Garðabær, Hofsstaðaskóli og Fjölbrautarskólinn í Garðabæ undirrituðu samstarfssamning þann 16. febrúar 2011 um að skólarnir tækju Arnarneslækinn í fóstur frá uppsprettu til ósa. Í samningnum kemur m.a. fram að nemendur skólanna tíni rusl reglubundið meðfram lækjarbökkunum og veiði rusl úr læknum. Ruslið er greint og það skráð. Nemendur Hofsstaðskóla skoða einnig fuglalífið reglulega, skrá niðurstöður og taka myndir. Niðurstöðunum er skilað til umhverfisnefndar Garðabæjar og Fjölbrautarskólans. Skólarnir báðir sjá um kynning á lífríki lækjarins meðal íbúa, uppsprettu og verkefnum til að halda læknum hreinum og leiðum til mengunarvarna.

 

Til baka
English
Hafðu samband