Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Niðurstöður úr foreldrakönnun

20.05.2011
Niðurstöður úr foreldrakönnun

Í apríl 2011 var lögð könnun fyrir foreldra um námsárangur, heimanám, samskipti heimilis og skóla og upplýsingastreymi. Foreldrar voru beðnir um að svara einni könnun fyrir hvert barn sem þeir eiga í skólanum. Svörun var rúmlega 60%.

Ef tölfræðilegar niðurstöður eru skoðaðar þá er útkoman góð fyrir skólann og flestir eru mjög sammála eða sammála um að heimanám sé hæfilegt  (77,49%). Margir foreldrar minnast í opinni athugasemd á mötuneyti skólans og telja matinn ekki nægilega góðan/hollan. Skólaskrifstofa hefur verið upplýst um þessar athugasemdir.

Foreldrar eru mjög sammála eða sammála um að skólinn hvetji börnin til að skila góðum námsárangri (89,79%) og eru sömuleiðis ánægð með samskipti heimilis og skóla (87,35%).

Opna glærukynningu á niðurstöðum (pdf)

 

Til baka
English
Hafðu samband