Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisvika Hofsstaðaskóla

24.05.2011
Umhverfisvika Hofsstaðaskóla

Í umhverfisviku skólans dagana 26. – 29. apríl var mikið um að vera í Hofsstaðskóla. Allir bekkir skólans tóku þátt í hreinsun á Arnarneslæknum og fengu að launum hvatningarstyrk frá bænum. Hvatningastyrkurinn var notaður til að kaupa bolta og sippubönd í alla bekki svo og nokkra húllahringi.
Í framhaldinu unnu nemendur myndasögur um hvað gæti mengað Arnarneslækinn, en nokkur sýnishorn af þeim hanga á umhverfisvegg skólans. Nemendur voru hvattir til að fræða foreldra sína um að hreinsiefnin sem notuð eru þegar verið er að þvo bíla á bílaplönum við heimilin sem svo renna í læki bæjarins og menga þá.
Nemendur fóru í ratleik á skólalóðinni, annars vegar yngri nemendur og hins vegar eldri. Spurningarnar tengdust á einn eða annan hátt umhverfismennt. Bekkirnir unnu einnig önnur umhverfistengd verkefni t.d. fræddust nemendur í 2. bekk um umhverfismerki á vörum s.s. Svansmerkið og Blómið. Það er von umhverfisnefndar að allir hafi haft gagn og gaman af vinnunni í umhverfisvikunni.

Myndasaga Guðjóns í 5. R.S.
Myndasaga Láru Mistar í 7. Ö.M.

Á myndasíðum árganganna má sjá myndir frá umhverfisvikunni

 

Til baka
English
Hafðu samband