Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningarfundur með nýjum nemendum

15.08.2011
Kynningarfundur með nýjum nemendum

Þriðjudaginn 16. ágúst kl. 17:30 er nýjum nemendum í 2. - 7. bekk boðið til kynningarfundar hér í skólanum. Markmið fundarins er að gefa nemendum og forráðamönnum þeirra innsýn í skólann og nánasta umhverfi sem og tækifæri til að kynnast hvert öðru þannig að fyrstu skrefin í nýjum skóla verði auðveldari og ánægulegri. Foreldrafélagið kynnir einnig starfsemi sína. Þátttaka tilkynnist á hskoli@hofsstadaskoli.is

Á vefsíðunni okkar er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum.

Skólasetning er mánudaginn 22. ágúst (sjá nánar í frétt um upphaf skólastarfs og í atburðadagatali). Kennsla hefst skv. stundaskrá 23. ágúst.

Tómstundaheimilið er opið nemendum í 2. - 4. bekk að skólasetningu lokinni 22. ágúst.

Til baka
English
Hafðu samband