Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla í textíl og smíði

25.08.2011
Útikennsla í textíl og smíði

Nemendur í 1. og 4. bekk fóru í vettvangsferð í dag í blíðskaparveðri og skoðuðu nánasta umhverfi skólans. Markmið ferðarinnar hjá 1. bekk var að skoða skordýr og tína steina. Í textil og smíði verður svo unnið með steinana og búin til tröll og furðuverur. Við rákumst á stóran og fallegan trjámaðk sem krakkarnir höfðu gaman af, eins og sjá má á myndum sem teknar voru.
Í 4. bekk var tilgangur ferðarinnar að skoða og rannsaka strá og fjölbreytileika þeirra. Það kom nemendum virkilega á óvart hvað margar tegundir af stráum voru á litlu afmörkuðu svæði meðfram læknum sem rennur fyrir aftan skólann. Í upphafi ferðarinnar voru stráin bara gras í augum nemenda en þarna fengu þeir aðra sýn eftir þessa rannsóknarvinnu.

Kíkja á myndir hjá 1. bekk

Kíkja á myndir hjá 4. bekk

 

 

Til baka
English
Hafðu samband