Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnumorgun í Húsdýragarðinum

28.09.2011
Vinnumorgun í Húsdýragarðinum

Nemendur í 6. BÓ fóru á svokallaðan vinnumorgun í Húsdýragarðinum. Þeir mættu eldsnemma í Hofsstaðaskóla þar sem sammeinast var í bíla. Þennan morgun tóku nemendur fullan þátt í umhirðu dýranna og gekk það í alla staði mjög vel. Eftir hollt og gott nesti, vöfflur og heitt kakó hélt hver hópur stutta kynningu um dýrin. Síðan var haldið af stað í strætisvagni heim á leið. Nemendur voru sjálfum sér og skólanum til sóma.

Skoða myndir á myndasíðu bekkjarins

Til baka
English
Hafðu samband