Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsmat og samtalsdagur

13.01.2012
Námsmat og samtalsdagurÞessa dagana stendur yfir námsmat í Hofsstaðaskóla. Flest próf eru tekin á skólatíma en sérstakir prófadagar eru hjá 5. - 7. bekk mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. janúar. Nemendur mæta kl. 8:30 fara í tvö próf með hléi á milli og fara heim að loknu seinna prófi. Þeir sem eru í mataráskrift geta farið í matsal kl. ellefu.
Nemendur fá afhendan vitnisburð fimmtudaginn 26. janúar og nemenda- og foreldrasamtöl verða miðvikudaginn 1. febrúar.
Við minnum foreldra á að skrá sig inn á Mentor og kíkja á umsagnir í dagbókum, líta í verkefnabækur og skoða Námsframvinduna (Námsmarkmið) en þar eru umsagnir í greinum sem kenndar eru í lotum: Heimilisfræði, textílmennt, myndmennt, smíði, sundi, vélritun og eðlisvísindum (hjá 1. - 5. bekk) og ritunarnámskeið í 5. og 7. bekk.
Til baka
English
Hafðu samband