Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Risaeðluþema í 3. og 4. bekk

07.03.2012
Risaeðluþema í 3. og 4. bekk

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið að vinna mjög spennandi verkefni um risaeðlur. Nemendur í 4. bekk sköpuðu risaeðluveröld á ganginum fyrir framan sínar stofur en nemendur í 3. bekk settu upp risaeðluveröld í Höllinni. Fjölbreytt vinna hefur farið fram þar sem nemendur hafa meðal annars safnað fróðleik í risaeðlubækur, málað myndir, búið til stór og lítil risaeðluspor, samið sögur, búið til fréttir og risaeðlur. Til að afla sér upplýsinga hafa nemendur meðal annars leitað að fróðleik í bókum og gegnum ýmsa vefi. Nemendur í 3. bekk buðu foreldrum á kynningu sem tókst afar vel. Myndir frá vinnunni er að finna á myndasíðum bekkjanna.

 

Til baka
English
Hafðu samband