Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningarfundur fyrir foreldra

09.03.2012
Kynningarfundur fyrir foreldraKynningarfundur fyrir foreldra nemenda sem hefja nám í grunnskóla haustið 2012 verður í hátíðarsal skólans þriðjudaginn 13. mars kl. 17.30. Nemendur kynna skólann sinn og segja frá því sem þeim finnst markverðast í starfinu. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann og tómstundaheimilið í fylgd starfsmanna og nemenda.
Börnin eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin á kynninguna. Boðið verður upp á barnapössun í tómstundaheimilinu Regnboganum.
Foreldrar eldri barna sem hefja skólagöngu í grunnskólum Garðabæjar eru velkomnir á kynninguna.
Foreldrum er einnig boðið að koma í heimsókn á skólatíma frá kl. 9.00 til kl. 13.00. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu og bókið tíma.
Sími skrifstofu Hofsstaðaskóla er: 565-7033
Veffang Hofsstaðaskóla er: www.hofsstadaskoli  
Til baka
English
Hafðu samband