Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegur árangur nemanda í Hofsstaðaskóla á

16.03.2012
Glæsilegur árangur nemanda í Hofsstaðaskóla á

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2011-2012 fór fram við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 15. mars þar sem Vigfús Árnason í Hofsstaðaskóla sigraði. Tíu nemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness og grunnskólum í Garðabæ lásu svipmyndir úr skáldsögunni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og ljóð eftir Gyrði Elíasson auk ljóða sem þátttakendur völdu sjálfir.

Vigfús Höskuldur Orri Árnason í Hofsstaðaskóla lenti í fyrsta sæti, Klara Hjartardóttir í Flataskóla í öðru sæti og í þriðja sæti var Melkorka Gunborg Briansdottir í Valhúsaskóla .
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness afhenti öllum þátttakendum Ljóðabók eftir Gyrði Elíasson. Hanna Óladóttir formaður dómefndar afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur. Auk þess fengu sigurvegarar gjafbréf frá Eymundsson.
Fyrir hönd Hofsstaðskóla kepptu auk Vigfúsar úr 7. AMH keppti Jón Gunnar Hannesson og til vara Jón Kristinn Örnólfsson báðir í 7. GHS. Allir lesararnir stóðu sig frábærlega.

Hátíðin tókst í alla staði vel en auk upplestrar buðu skólarnir upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Fyrir hönd Hofsstaðaskóla flutti Jóhannes Patreksson í 6. BÓ Beat box við mikinn fögnuð gesta.
Í hléi var boðið upp á veitingar í boði Mjólkursamsölunnar og Seltjarnanesbæjar.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband