Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópuleikar í stærðfræði

07.05.2012
Evrópuleikar í stærðfræði

Árlega eru haldnir Evrópuleikar í stærðfræði á vefnum www.europeanmathschallenge.com  Allir krakkar á aldrinum 5-18 ára geta skráð sig til þátttöku í Evrópuleikunum og það kostar ekki neitt!

Nemendur fá verkefni með tilliti til aldurs. Þeir nemendur sem skráðir eru til leiks geta byrjað að æfa sig í verkefnunum mánudaginn 7. maí og stendur æfingatímabilið þangað til sunnudaginn 13. maí eða fram að keppninni sjálfri.
Keppnin hefst svo mánudaginn 14. maí og lýkur þriðjudaginn 15. maí. Allir geta tekið þátt, bæði í æfingunum og í keppninni sjálfri.
Leikarnir eru skemmtileg stærðfræðiþjálfun. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt námsefni sem snertir öll svið stærðfræðinnar, annars vegar verkefni og hins vegar þjálfunarleik (live Mathletics) þar sem nemendur keppa í rauntíma við jafnaldra út um allan heim.
Á forsíðu vefs Hofsstaðaskóla (vinstra megin) er krækja á vefsíðu leikanna www.europeanmathschallenge.com.
Nánar má lesa um leikana undir Resources á ofangreindri vefsíðu.

Umsjónarkennarar hafa milligöngu um að láta skrá nemendur og þeir afhenda þeim sem skráðir eru til leiks miða með notendanafni og lykilorði. Þá geta þeir bæði farið í leikinn heima og í skólanum.

Til baka
English
Hafðu samband