Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF - hreyfing

11.05.2012
UNICEF - hreyfing

Það voru áhugasamir og glaðir nemendur í 5. – 7. bekk Hofsstaðaskóla sem tóku þátt í UNICEF hreyfingunni föstudaginn 11. maí.
Verkefnið er í samstarfi við UNICEF á Íslandi þar sem markmiðin eru að fræða nemendur um þurfandi börn um allan heim í gegnum holla hreyfingu og safna fé sem rennur til jafnaldra sem búa við bág kjör og lakar aðstæður.
Umsjónakennarar sýndu myndband um aðstæður jafnaldra þeirra í fátækari löndum og ræddu við þá um að láta sig velferð annarra varða.
Nemendur söfnuðu áheitum (ekki skylda) úr sínu nánasta umhverfi vegna verkefnisins. Verkefnið var að hlaupa, ganga, skokka eða valhoppa meðfram Arnarneslæknum frá Hofsstaðaskóla og niður undir Hafnarfjarðarveg og til baka. Önnur leiðin er um 0,8 km og fengu nemendur límmiða í þar til gert kver við hvorn enda og þannig var fylgst með framvindunni. Síðan er spurningin hversu marga hringi viðkomandi fer? Tveir miðar fyrir hvern hring.
Með þátttöku einni saman er verið að styrkja börn um allan heim, því góður hugur, samkennd og þátttaka er mikil gjöf.

Sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband