Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópuleikunum í stærðfræði lokið

16.05.2012
Evrópuleikunum í stærðfræði lokið

Nú er Evrópuleikunum í stærðfræði lokið. Nemendur Hofsstaðaskóla hafa frá því undirbúningstímabilið hófst þann 7. maí, reiknað þúsundir stærðfræðidæma af miklum móð, bæði í skólanum og heima. Hin eiginlega Evrópukeppni stóð yfir mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maí. Fyrri keppnisdaginn söfnuðu nemendur stigum með því að leysa ýmis verkefni úr verkefnabanka á vef leikanna http://www.mathletics.eu  en seinni daginn var keppt í hugarreikningi (hraðaþraut) í rauntíma við aðra nemendur sem skráðir voru til leiks víðs vegar í Evrópu. Alls voru 313 nemendur í Hofsstaðaskóla skráðir í keppnina og fengu þeir allir notendanafn og lykilorð sem veitti þeim aðgang að vefnum frá 7. -15. maí.

Mikill metnaður hefur verið hjá bæði kennurum og nemendum til að standa sig sem best og safna stigum fyrir skólann sinn, bekkinn og sem einstaklingar. Óhætt er að segja að þátttakan í leikunum hafi sett nokkurn svip á skólann þá daga sem leikarnir stóðu yfir.

Nú bíðum við með eftirvæntingu eftir niðurstöðunum sem vonandi birtast innan skamms. Ekki var annað að sjá en að keppnin hefði mælst vel fyrir hjá krökkunum sem voru fullir af áhuga og áttu sumir hverjir erfitt með að leyna spennunni.

Á bloggvef keppninnar má lesa skemmtilega umfjöllun um þátttöku Hofsstaðaskóla og staðsetningu hans, en umsjónarmenn vefsins tilgreindu Hofsstaðaskóla sem norðlægasta þátttökuskólann. Fljótlega var því þó mótmælt af frændum okkar Norðumönnum í Brønnøysund barne- og ungdomsskole sem snarlega komu með leiðréttingu.

Áhugasamir geta farið inn á vef stærðfræðileikanna og lesið sér nánar til og kynnt sér vefinn http://www.mathletics.eu  

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband