Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vímuvarnarhlaupið

16.05.2012
Vímuvarnarhlaupið

Miðvikudaginn 16. maí stóð Lionklúbburinn Eik fyrir árlegu vímuvarnarhlaupi í 5. bekkjum. Tilgangurinn með hlaupinu er að vekja börnin til umhugsunar og gera þau ábyrg og meðvituð um ábyrgð á eigin lífi og velferð. Til að undirstrika boðskapinn hafa Lionskonur tekið með sér góðar fyrirmyndir sem ávarpa krakkana á undan hlaupinu. Að þessu sinni var það hún gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir knattspyrnukona í Stjörnunni sem ræddi við krakkana. Gunnhildur Yrsa ítrekaði fyrir nemendum þeir þurfa að setja sér markmið og þurfa jafnvel að fórna einhverju til að ná þeim.
Að því loknu var haldið út í sólina á Stjörnuvöll þar sem boðhlaupið fór fram við mikla stemningu en allir nemendur skólans fylgdust með. Þar kepptu 5. GP, 5. LK og 5. ÓP. Að þessu sinni var það lið 5. GP sem hafði sigur.

Myndir frá hlaupinu

 

Glaðbeittir sigurvegarar úr 5. G.P. ásamt Lions konum úr Eik

Til baka
English
Hafðu samband