Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útiverkefni í veðurblíðu

30.05.2012
Útiverkefni í veðurblíðu

Nemendur í 2. B.S nýttu blíðuna þriðjudaginn 29. maí til að hjóla á ylströndina í Sjálandshverfinu. Þar var drukkið nesti og vaðið í sjónum. Á ylströndinni var margt um manninn og myndaðist því sannkölluð sólarlandastemmning í blíðunni.
Nú eru flestir hópar í skólanum að nýta veðurblíðuna og eru á ferð og flugi við hin ýmsu útiverkefni. Framundan er íþróttadagur og vorferðalög. Hægt er að fylgjast með hvað er á döfinni á atburðardagatali skólans.

Til baka
English
Hafðu samband