Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfissáttmáli Hofsstaðaskóla-fundur í umhverfisnefnd

17.09.2012
Umhverfissáttmáli Hofsstaðaskóla-fundur í umhverfisnefndFyrsti fundur umhverfisnefndar Hofsstaðaskóla skólaárið 2012-2013 var haldinn 13. september s.l. Fundinn sátu fulltrúar nemenda úr 2. – 7. bekk, tveir fulltrúar úr hverjum bekk auk fulltrúa frá foreldrum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans. Fulltrúar fengu kynningu á Grænfánaverkefninu og hlutverki sínu sem fulltrúa í umhverfisnefnd. Þá var rætt um umhverfissáttmála Hofsstaðaskóla og áherslur vetrarins sem eru fyrst og fremst flokkun á úrgangi og endurvinnsla hans. Nokkur umræða skapaðist um mikið magn á lífrænum úrgangi í bekkjarstofum en á þessu skólaári hófst flokkun á lífrænum úrgangi í skólanum og meiri flokkun en verið hefur á öllum úrgangi hingað til. Í hverri bekkjarstofu er fata með maíispoka (sem rotnar) þar sem allur lífrænn úrgangur er settur. Í haust þegar skólinn byrjaði var gert ráð fyrir að losa þessa fötur einu sinni í viku en reynslan er sú að losa þarf föturnar tvisvar í viku þar sem nokkuð er um að nemendur komi með of mikið nesti eða eitthvað sem þeir vilja ekki. Sumir koma með stórt epli sem þeir hafa ekki lyst á að borða og henda því síðan í fötuna, einnig hálfborðaðar samlokur o.fl. Nemendur eru hvattir til að fara heim með afgangs nesti svo að foreldrar geti fylgst með því sem nemendur borða og skammtað nesti í samræmi við það.
Til baka
English
Hafðu samband