Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur í Hörpu

29.10.2012
2. bekkur í HörpuUm miðjan október fóru nemendur í 2. bekk í tónlistarhúsið Hörpu þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð á verkið um Pétur og úlfinn. Halldóra Geirharðsdóttir sagði söguna, hljómsveitin spilaði og Bernd Ogrodnik brúðugerðameistari sá um brúðuleikinn. Í sögunni koma mörg hljóðfæri fyrir en þau segja söguna á skemmtilegan hátt auk þess sem leikbrúðurnar gæddu sýninguna miklu lífi. Í lokin fengu nokkrir nemendur skólans hlutverk á sviðinu og stóðu sig mjög vel með brúðurnar í fanginu. 
 

Skoða myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband