Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Baráttudagur gegn einelti

08.11.2012
Baráttudagur gegn einelti

Þann 8. nóvember er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda.

Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á heimasíðunni www.gegneinelti.is. Með undirritun sinni skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann.

Einnig má finna á heimasíðunni hvernig vísa má eineltismálum til fagráðs í einelti á vegum verkefnastjórnar í aðgerðum gegn einelti. Fagráðið gegnir tvíþættu hlutverki varðandi mál sem því berast þar sem ekki hefur tekst að finna fullnægjandi lausn innan skóla eða sveitarfélags. Í fyrsta lagi sem stuðningsaðili við skólasamfélagið en í öðru lagi sem sá aðili sem kemur með fullnægjandi niðurstöðu eða ráðgefandi álit um úrlausn málsins. Fagráð eineltismála í grunnskólum er skipað þremur einstaklingum þeim Arnheiði Gígju Guðmundsdóttur náms- og starfsráðgjafa, Páli Ólafssyni félagsráðgjafa og Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðingi. Með ráðinu starfar verkefnastjóri Verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti.



Til baka
English
Hafðu samband