Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur gegn einelti í Hofsstaðaskóla

09.11.2012
Dagur gegn einelti í Hofsstaðaskóla

Í gær, fimmtudaginn 8. nóvember, var dagur gegn einelti. Í tilefni dagsins tóku nemendur Hofsstaðaskóla þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Til að mynda fengu margir nemendur tækifæri til að hitta Gunnhildi Yrsu, landsliðskonu í fótbolta og horfa á tónlistarmyndbandið sem stúlkurnar í landsliðinu gerðu. Gunnhildur ræddi um einelti, jákvæð samskipti og mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum. Myndbandið sem stúlkurnar útbjuggu fjallar um einelti og nefnist: Fögnum fjölbreytileikanum. Finna má þetta flotta myndband hér

Í tengslum við daginn fengu allir nemendur gul armbönd sem eiga að minna á jákvæð samskipti. Ýmis önnur verkefni voru unnin í tilefni dagsins, myndbönd um einelti og jákvæð samskipti voru sýnd og mörgum nemendum bent á vinatréð sem er á skólalóðinni. Vinatréð er Regnbogatré sem gróðursett var haustið 2011. Markmiðið með vinatrénu er að nemendur viti að þar hafi þeir ákveðinn stað til að leita til þegar þeim líður illa. Samnemendur eru meðvitaðir um staðinn og geta komið öðrum til aðstoðar. Starfsfólk skólans fylgist einnig með og hvetur nemendur til að taka þátt í leik eða að koma og spjalla þegar við á.

Margir nemendur í Garðabæ lögðu leið sína á Garðatorg til að skoða listaverk um jákvæð samskipti sem eru þar til sýnis. Við hvetjum ykkur eindregið til að leggja leið ykkar þangað.

Á myndasíðunni má sjá fleiri myndir í tengslum við verkefnið

Til baka
English
Hafðu samband