Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátíð Fjölgreindaleika

14.11.2012
Uppskeruhátíð Fjölgreindaleika

Uppskeruhátíð fjörmikilla og vel heppnaðra Fjölgreindaleika Hofsstaðaskóla 2012 var haldin föstudaginn 8. nóvember. Fyrirliðar gengu í stofur og söfnuðu saman liðum og fóru á sal þar sem allir nutu myndasýningar frá leikunum. Þrír stigahæstu hóparnir fengu viðurkenningu fyrir frammistöðuna á leikunum. Einnig fengu þrír strákar og þrjár stelpur viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndar fyrirliðar. Tveir nemendur úr 6. bekk Róbert og Stefán Ísak og fjórir úr 7. bekk Agnes, Inga Huld, Halldóra og Guðjón Andri.

Skoða fleiri myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband