Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Brunaverðir heimilanna

21.11.2012
Brunaverðir heimilannaKonur úr Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ komu í sína árlegu heimsókn í skólann. Þær heimsóttu nemendur í 2. bekk og ræddu um hvernig bregðast á við ef eldur kviknar og gáfu nemendum litabók sem fjallar um brunavarnir. Markmiðið með þessari bók er að gera börn að brunavörðum heimilanna. Frá upphafi hafa hin ýmsu tryggingarfélög og fyrirtæki sem selja öryggistæki vegna bruna styrkt útgáfuna og kennarar og slökkviliðsstjórar hafa talið hana vera mjög vel til þess fallna að vekja athygli barna á réttum viðbrögðum varðandi brunavarnir. Við þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband