Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ísland í dag

18.01.2013
Ísland í dag

Fimmtudaginn 17. janúar sl. komu góðir gestir í heimsókn í Hofsstaðaskóla. Tilefnið var val á nörd ársins – þeirri manneskju sem hefur skarað fram úr í íslenskri upplýsingatækni undanfarið ár. Að þessu sinni var Rakel Sölvadóttir hjá Skemu fyrir valinu.

Rakel hefur í vetur kennt forritun í 5. bekk í Hofsstaðaskóla og staðið að þróunarverkefni sem gengur út á innleiðingu á kennslu í forritun inn í almenna kennslu í grunnskólum. Samhliða er unnið að stórri rannsókn sem Skema vinnur að í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Markmið rannsóknarinnar er að skoða þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hugræna getu og líðan grunnskólabarna. Rannsókn þessi mun veita mikilvæga innsýn í nýja kennsluhætti sem mögulega geta bætt hugræna getu og líðan. Verkefnið hefur farið vel af stað. Nemendur hafa verið mjög áhugasamir og duglegir og þeir hafa látið vel af kennslunni. 

Ísland í dag vildi ná tali af Rakel, nörd ársins, ásamt nemendum hennar í forritun. Viðtalið gekk vel og verður birt í Íslandi í dag þriðjudaginn 22. janúar.

Nánar má lesa um val á nörd ársins hér:

http://www.advania.is/um-advania/frettir/frett/2013/01/14/10-thusund-voldu-Rakel-nord-arsins/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/01/14/rakel_valin_nord_arsins/

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband