Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda og foreldrasamtöl 29. janúar

25.01.2013
Nemenda og foreldrasamtöl 29. janúarÞriðjudaginn 29. janúar eru nemenda- og foreldrasamtöl í Hofsstaðaskóla og fellur kennsla niður þann dag. Nemendum og foreldrum gefst tækifæri til þess að hitta umsjónarkennara og aðra kennara til að ræða saman um líðan og frammistöðu nemandans. Fara yfir námsárangur á miðjum vetri, hrósa, hvetja og gera áætlun um það sem betur má fara. Til grundvallar í samtalinu liggur námsmat og námsframvinda haustannar. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals ef foreldrar vilja hitta þá.
Samtölin eru boðuð með bréfi til foreldra.
Regnboginn er opinn fyrir nemendur í 1. – 4. bekk frá kl. 8.30. Skrá þarf börnin í vistun þennan dag.
Óskilamunir liggja frammi í miðrými og eru foreldrar beðnir um að gefa sér tíma til þess að fara í gegn um þá.
Til baka
English
Hafðu samband