Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð í 1. bekk

30.01.2013
100 daga hátíð í 1. bekkLangþráðum áfanga 1. bekkinga var náð þegar 100. skóladagurinn rann upp og af því tilefni var haldin 100 daga hátíð. Náttfataklæddir nemendur settu upp hátíðarhatta og vöktu athygli annarra nemenda skólans á deginum með því að marsera um skólann og láta svolítið í sér heyra. Mikil talningarvinna átti sér stað í bekkjarstofum þar sem nemendur töldu ýmiskonar góðgæti. Einnig fengu nemendur að fara í þrautir í íþróttahúsinu. Ekki spillti fyrir velheppnuðum degi að Stöð 2 mætti á svæðið til að taka viðtal við nokkra nemendur og mynda skemmtilegan dag. Sjá myndir frá deginum í myndasafni árgangsins og myndskeið frá Stöð 2 er að finna hér. 


Til baka
English
Hafðu samband