Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn 3. bekkja í MS

01.02.2013
Heimsókn 3. bekkja í MS

Nemendum úr 3. bekk Hofsstaðaskóla var boðið í heimsókn í Mjólkursamsöluna. Hópurinn fór með strætisvagni og var mjög vel tekið á móti þeim á áfangastað. Leiðsögumaður sýndi minjasafnið, pökkunarsalinn og ísgerðina. Einnig var komið við í ískælinum sem var ískaldur enda um 40 stiga frost þar. Lalli töframaður sýndi frábær töfrabrögð sem að sjálfsögðu vöktu nokkra lukku. Að lokum var hópnum boðið í fundarsalinn þar sem nemendur fengu mjólk, nýbakaðar kleinur og ís. Þetta var því sannkölluð skemmtiferð. Myndir frá heimsókninni er að finna í myndasafni 3. bekkinga.


Til baka
English
Hafðu samband