Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verðmæti í óskilum

01.02.2013
Verðmæti í óskilum

Mikið safn af óskilamunum hefur safnast upp í Hofsstaðaskóla frá því í haust. Blái hópurinn í stærðfræði í 7. bekk gerði könnun á því hversu mikil verðmæti leynast í óskilamunum. Áður en verkefnið hófst giskuðu nokkrir á veðmæti munanna og töldu þeir það vera á bilinu 100 til 500 þúsund. Eftir nánari talningu og útreikninga kom í ljós að líklegt verðmæti er um 1. milljón og 300 þúsund sem samsvarar um 2.900 kr, að meðaltali á nemanda.

Munirnir voru flokkaðir og taldir og niðurstaðan sett í forritið Exel. Nemendur fundu út meðalverð á flíkunum með því að finna verða á netinu á þremur hlutum og reikna út meðaltalið.
Sem dæmi um verðmæti þá voru húfurnar metnar á 189.000 krónur og úlpur og jakkar á 200.000 krónur.
Eins og sést á þessari frétt þá safnast mikið fyrir af óskilamunum í skólanum sem hægt væri að koma til skila ef fleiri munir væru merktir.
Þeir hlutir sem ekki verða sóttir í skólann verða gefnir til Rauða Krossins eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Nemendur í bláum hóp í 7. bekk Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband