Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allt gengur vel á Reykjum

12.02.2013
Allt gengur vel á Reykjum

Kennarar 7. bekkja settu sig í samband við skólann til að láta vita af því að ferðin í Skólabúðirnar að Reykjum gekk vel. Fyrsta nóttin var ljúf og góð og eru allir kátir. Því miður er ekkert netsamband á staðnum þannig að kennararnir geta ekki sent póst eða sett inn færslur til að leyfa foreldrum að fylgjast með. Þeir munu vera í sambandi við skólann og munum við birta fréttir af dvölinni eftir því sem þær berast. Von var á viðgerðarmönnum til að laga netsambandið en ekki er útséð með hvenær það náist.

Til baka
English
Hafðu samband