Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskóli fær bikarinn enn einu sinni í NKG

28.05.2013
Hofsstaðaskóli fær bikarinn enn einu sinni í NKGHofsstaðaskóli kom sá og sigraði og vann gullverðlaunin í fimmta sinn fyrir fjölda innsendra hugmynda í Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Skólinn vann bikar til eignar árið 2011 og vinnur nú nýja farandbikarinn í annað sinn. Markmiðið er að sjálfsögðu að vinna hann til eignar á næsta ári. Forseti Íslands sagði við verðlaunaafhendinguna að þessi árangur væri með ólíkindum, nú þyrfti menntamálaráðherra og aðrir skólar að læra af Hofsstaðaskóla.
Eins og Anna Þóra umsjónarmaður keppninnar sagði: „Ekki hélt ég að hægt væri að toppa þátttöku ykkar en það hefur nú gerst, fjöldi innsendra hugmynda frá Hofsstaðaskóla er í hlutfalli við höfðatölu á miðstigi 271% eða 556 umsóknir. Fjöldi þátttakenda í vinnusmiðju er í hlutfalli við þessa miklu þátttöku.”
16 nemendur Hofsstaðaskóla fóru í vinnusmiðju NKG sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík 23. og 24. maí, en það eru fleiri nemendur en nokkru sinni áður. Þar áttu þeir stefnumót við vísindamenn frá HR og HÍ. Nemendur voru sammála um að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í vinnusmiðjunni og mikil upphefð fyrir þá.
Sædís Arndal smíðakennari Hofsstaðaskóla á heiðurinn af þessum mikla áhuga nemenda Hofsstaðaskóla á þátttöku í nýsköpunarkeppninni.
Alls bárust 3000 tillögur frá nemendum í 5.-7. bekk í 44 grunnskólum. 13 grunnskólar áttu nemendur í úrslitum NKG.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband