Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100% ánægja foreldra með sérkennslu og sérfræðiþjónustu í Hofsstaðaskóla

04.06.2013

Í mars sl. var lögð könnun fyrir foreldra um viðhorf þeirra til ýmissa þátta skólastarfsins. Könnunin er samræmd og náði til yfir 30 skóla á landinu.
Foreldrar eru mjög ánægðir með skólann, telja að nemendum líði vel, bæði í kennslustundum og frímínútum. Þeir eru ánægðir með kennsluna og hafa mjög jákvætt viðhorf til skólans almennt. 

Það sem vakti þó sérstaka athygli er 100% ánægja með sérkennsluna og sérfræðiþjónustuna í skólanum. Við erum að vonum ákaflega ánægð með þessa útkomu, enda starfa frábærir fagmenn á þessu sviði í Hofsstaðaskóla.
Í sambærilegri könnun sem var lögð fyrir kennara kemur fram að þeir eru einnig mjög ánægðir með þann stuðning sem sérfræðiþjónustuna veitir bæði hvað varðar nemendur sem þurfa stuðning í námi og þá sem eru með hegðunarfrávik.
Til baka
English
Hafðu samband