Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefni í tengslum við smádýr

05.06.2013
Þessa dagana eru nemendur á yngra stigi að vinna fjölbreytt verkefni í tengslum við smádýr. Til dæmis fóru nemendur í 1. bekk í fjöruna og söfnuðu allskonar sýnum sem voru skoðuð í víðsjá. Nemendur í 2. bekk fundu ánamaðka, mældu og gerðu allskonar tilraunir í tengslum við þá. Nemendur í 3. og 4. bekk settu niður kartöflugildrur á skólalóðinni, skoðuðu og skráðu það sem í þær kom. Einnig tóku nemendur þátt í ratleik sem var á skólalóðinni en spurningarnar tengdust smádýrum. Myndir er að finna á heimasíðum bekkjanna.
Til baka
English
Hafðu samband