Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit 7. bekkinga

20.06.2013
Fimmtudaginn 6. júní fóru fram skólaslit 7. bekkinga við hátíðlega athöfn á sal. Nemendur í 7. bekk fluttu tónlistaratriði í upphafi samkomunnar og síðan flutti skólastjóri ávarp. Árlega veitir Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ verðlaun fyrir bestan samanlagðan námsárangur í íslensku í hverjum 7. bekk. Eftirfarandi nemendur fengu bókaverðlaun: Auður Indriðadóttir 7. ÖM, Sóley Björk Þorsteinsdóttir 7. SJG og Páll Viðar Hafsteinsson 7. BÓ.
Sú hefð hefur skapast að 7. bekkingar sem kveðja skólann flytji kveðju frá nemendum. Að þessu sinni fluttu Agnes Gunnarsdóttir og Guðmundur Róbert Oddgeirsson kveðju frá nemendum.
Eftir kveðjustund í stofum gæddu nemendur og foreldrar sér á veitingum í boði skólans.
Til baka
English
Hafðu samband